Meirihlutinn hélt – en hékk á bláþæði

Meirihluti Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna hélt velli í Rangárþingi eystra en aðeins munaði níu atkvæðum á því að meirihlutinn héldi.

Á kjörskrá voru 1.235 manns og var kjörsókn 84,8%.

Þrír listar voru í framboði: B-listi Framsóknarmanna og annarra framfarasinnar, D-listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna og L-listi Framboðs fólksins, lista óháðra.

Lokatölur í Rangárþingi eystra eru þessar:
B listi -46,4% 4 fulltrúar
D listi – 34,0% 2 fulltrúar
L listi – 19,6% 1 fulltrúi

Sveitarstjórnin er þannig skipuð:
Ísólfur Gylfi Pálmason B-lista
Lilja Einarsdóttir B-lista
Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir B-lista
Benedikt Benediktsson B-lista
Kristín Þórðardóttir D-lista
Birkir A. Tómasson D-lista
Guðmundur Jónsson L-lista