Meirihlutinn fallinn í Ölfusinu

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi er fallinn en sjálfstæðismennirnir Birna Borg Sigurgeirsdóttir og Stefán Jónsson hafa gengið til liðs við minnihlutann. Fyrsta verk nýja meirihlutans var að segja bæjarstjóranum, Ólafi Áka Ragnarssyni, upp störfum.

Fram kom í Sunnlenska í dag að hópur sjálfstæðismanna í Ölfusi, með Sigríði Láru Ásbergsdóttur, bæjarfulltrúa og Ólaf Áka Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra, fremst í flokki hafi klofið sig frá D-lista framboði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Sigríður Lára mun leiða listann en Ólafur Áki verður bæjarstjóraefni han, í fjórða sæti.

Ástæðu klofningsins innan D-listans má rekja til leikskólamála. Stefán greiddi atkvæði gegn tillögu Ólafs Áka og Sigríðar Láru um viðbyggingu leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn á síðasta bæjarstjórarfundi. Stefán tók undir með minnihlutanum að fresta framkvæmdum fram yfir kosningar.

Fyrri greinAurbleyta á Fimmvörðuhálsi
Næsta greinUngfrú Suðurland krýnd í kvöld