Meirihlutinn á bláþræði

Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, einn fulltrúi B-lista í sveitarstjórn Rangárþings eystra, er hætt að mæta á hreppsnefndarfundi og hefur óskað eftir formlegu leyfi frá störfum þar til vors.

Ástæðan er trúnaðarbrestur innan meirihlutans og deilur um launakjör Lilju Einarsdóttur, oddvita. B-listi Framsóknarmanna og annarra framfarasinna er með hreinan fjögurra fulltrúa meirihluta í sjö manna sveitarstjórn.

„Þetta er gert til að leysa ákveðinn vanda innan meirihlutans, ég er að taka pásu fyrir mig persónulega,“ sagði Aðalbjörg í samtali við Sunnlenska. „Ég vil ná áttum eftir erfið samskipti við oddvita og sveitarstjóra sem tóku á,“ segir hún.

Aðalbjörg ræddi meðal annars samstarf við minnihlutann.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu í þessari viku

Fyrri greinGym-heilsu og saunaklefanum lokað
Næsta greinSunnlendingar í framboði fyrir Vöku