Meirihluti Hrunamanna vill ekki sameiningu

Hrunamenn tóku þátt í skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga og vill meirihluti kjósenda ekki skoða sameiningu.

Spurt var hvort kjósendur vildu að Hrunamannahreppur skoðaði sameiningu við önnur sveitarfélög. „Nei“ sögðu 224 og „já“ sögðu 142.

Þeir sem sögðu já voru spurðir um hver væri vænlegasti sameiningarkosturinn. Þar vildu 97 sameina uppsveitir Árnessýslu, 26 vildu sameina uppsveitirnar og Flóahrepp, tveir vildu sameina Árnesþing utan Árborgar og sautján vildu sameina alla sýsluna.

Skoðanakönnunin er ekki bindandi fyrir sveitarstjórn, heldur aðeins ráðgefandi.

Fyrri greinH-listinn heldur velli – og bætir við sig manni
Næsta greinEgill fékk flest atkvæði í Ásahreppi