Meirihluti hreppsnefndar sameinast á nýjum lista

Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti og viðskiptafræðingur í Brautarholti, leiðir O-listann, Okkar sveit, nýtt framboð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að Okkar sveit sé þverpólitískur listi sem samanstendur af fólki sem kemur af öllum listum úr síðustu sveitarstjórnarkosningum og stendur fyrir sátt, samstöðu og gera sveitina okkar að eftirsóknarverðum stað til búsetu og atvinnuuppbyggingar.

Listinn er þannig skipaður:

1. Björgvin Skafti Bjarnason
2. Einar Bjarnason
3. Meike Witt
4. Anna Þórný Sigfúsdóttir
5. Anna María Flygenring
6. Ásmundur Lárusson
7. Haraldur Ívar Guðmundsson
8. Jón Vilmundarson
9. Harpa Dís Harðardóttir
10. Oddur Guðni Bjarnason

O-listinn bauð ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum 2010 en frambjóðendur á honum skipuðu þá aðra lista. Þannig hafa Björgvin, Harpa Dís og Jón Vilmundarson setið í sveitarstjórn á liðnu kjörtímabili fyrir E-lista Einingar og K-lista Farsælla framfarasinna. Einar Bjarnason var einnig á K-listanum og Oddur Guðni sat í sveitarstjórn fyrir N-lista Nýrra tíma og nýs afls.

K-listinn var í meirihluta á yfirstandandi kjörtímabili þar til undir lok árs 2012 að slitnaði uppúr einingu listans og mynduðu þá tveir fulltrúar listans nýjan meirihluta með fulltrúum E- og N-lista.