Meirihlutaviðræður hafnar í Hveragerði

Íbúum í Hveragerði fjölgar hratt. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Fulltrúar Okkar Hveragerði og Framsóknarflokksins hafa hafið viðræður um myndun nýs meirihluta í Hveragerðibæ. Oddvitar framboðanna staðfestu þetta í samtali við mbl.is í dag.

Þar seg­ir Sandra Sig­urðardótt­ir, odd­viti Okk­ar Hvera­gerðis, það vera for­gangs­mál að nýr bæj­ar­stjóri verði ráðinn til starfa á fag­leg­um grunni.

„Fólk er til­búið í breyt­ing­ar eft­ir sex­tán ár með hrein­um meiri­hluta Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ segir Sandra.

Okkar Hveragerði fékk 39,6% atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa og Framsóknarflokkurinn fékk 27,5% og tvo bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur bæjarfulltrúum en D-listinn hefur haft hreinan meirihluta í Hveragerði frá árinu 2006.

Jó­hanna Ýr Jó­hanns­dótt­ir, odd­viti B-listans, segir að viðræður um nýjan meiri­hluta hafi haf­ist eft­ir um­leit­an­ir Okk­ar Hvera­gerðis. „Enda telj­um við það eðli­lega túlk­un á niður­stöðunum. Kjós­end­ur eru vænt­an­lega að kalla eft­ir breyt­ing­um og því eðli­legt að fara í þessa átt­ina,“ segir Jóhanna.

Frétt mbl.is

Fyrri greinSkjálftinn hafði engin áhrif á virkjanir ON
Næsta greinDímon með tvo bikara á unglingamóti HSK