Meiri eldur en til stóð í gasgrilli

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði voru í gær kallaðir út vegna elds sem brotist hafði út í gasgrilli við heimahús í bænum.

Húsráðendur höfðu kveikt upp í grillinu en einhver gömul óhreinindi hafa líklega verið á grillinu því eldurinn varð mun meiri en til stóð. Húsráðendur voru búnir að slökkva þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn og var tjón óverulegt.

Í tilkynningu frá Brunavörnum segir að af þessu megi draga þann lærdóm að gæta þarf þess að þrífa grillin reglulega því í þeim safnast fita sem brennur auðveldlega við réttar aðstæður. Jafnframt er gott er að hafa í huga að fyrsta aðgerð við að slökkva slíka elda er að skrúfa fyrir gasið.

Fyrri greinLeitað að göngukonu að Fjallabaki
Næsta greinFjölgun „ryðfrírra“ asparklóna hafin