Meintur dekkjaþjófur náðist á mynd

Milli kl. 4:10 og 4:30 aðfaranótt fimmtudagsins í síðustu viku var fjórum 38 tommu hjólbörðum stolið af lóð Bíliðjunnar við Unubakka í Þorlákshöfn.

Á eftirlitsmyndavél sást til ferða Mitsubishi L200 bifreiðar á svæðinu og maður á stjákli um lóðina. Þegar bifreiðinni var ekið af svæðinu mátti sjá að eitthvað var á palli hennar, líklega dekkin.

Lögreglan hefur ekki fengið neinar upplýsingar um hvaða bíl er að ræða né hver hafi verið þarna á ferðinni.

Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010.

Fyrri greinFarið fram á síbrotagæslu
Næsta greinSilja Dögg: Beinn og breiður vegur – er á óskalistanum