Meintur brennuvargur úrskurðaður í gæsluvarðhald

Lögreglustöðin á Selfossi. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í nokkrar vikur haft íkveikjur á Selfossi til rannsóknar. Ítrekað hefur verið kveikt í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi og fleiri íkveikjur eru til rannsóknar.

Meintur brennuvargur var loks handtekinn síðastliðinn miðvikudag og fór lögreglan fram á gæsluvarðhald yfir honum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að Héraðsdómur Suðurlands hafi í dag úrskurðað viðkomandi í gæsluvarðhald til 24. október.

Fjórða íkveikjan í fjölbýlishúsinu við Fossveg var síðastliðinn miðvikudag og daginn áður kviknaði eldur í Nytjamarkaðnum á Selfossi. Sá eldsvoði er einnig rannsakaður sem íkveikja.

Fyrri grein„Viltu finna milljón?“ fær góðar viðtökur
Næsta greinHamarsmenn steinlágu á heimavelli