Meiddist á göngu fyrir ofan Skóga

Erlend kona meiddist nokkuð á fæti á Fossaleiðinni fyrir ofan Skóga fyrr í dag. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að koma henni niður í Skóga þar sem sjúkrabíll beið hennar.

Björgunarmenn báru konuna um 1,5 km, þangað sem björgunarsveitabíll komst næst göngustígnum. Var hún svo flutt á honum að sjúkrabílnum.

Svarta þoka var á svæðinu en veður annars ágætt.

Fyrri greinSögusýning á bókasafninu
Næsta greinNæsta Stracta hótel rís á Orrustustöðum