Meiddist á fæti í Reykjadal

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út fyrr í dag vegna göngukonu sem meiddist á fæti ofarlega í Reykjadal.

Talið var að bera þyrfti konuna töluverðan spotta en þegar að var komið var ljóst að hægt var að koma björgunarsveitabíl að slysstað.

Um klukkan 15:30 var konan svo kominn í björgunarsveitabílinn sem ekur nú til móts við sjúkrabíl sem mun flytja hana undir læknishendur.

Fyrri greinÁhugi á kavíarframleiðslu
Næsta greinHúsnæðisskortur hamlar fjölgun íbúa