Með dýpstu lægðum

Nú í morgun er óveðurslægðinni spáð aðeins austar upp að suðurströndinni og útlit fyrir að hún verði með dýpstu lægðum.

Vaxandi vindur og versnandi veður almennt á landinu upp úr kl. 15. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verður ofsaveður frá kl. 15 til 18 og hviður allt að 40-50 m/s. Eins í Öræfum en þar til kl. 19 að telja og hviður um og yfir 50 m/s á þeim slóðum.

Suðvestanlands verður allhvasst síðdegis og í kvöld og víðast skefur lausamjöllina. Eins ofankoma um tíma, en minniháttar þó.

Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk til að fylgjast vel með veðurhorfum í dag. Auk mikils hvassviðris á tilteknum svæðum er mikill púðursnjór í umdæminu og ljóst að hann fer af stað þegar hvessir. Þjónustuaðilar eru hvattir til að vekja athygli erlendra ferðamanna á veðurhorfum.

Fyrri greinÞórsarar öflugir á útivelli
Næsta greinÞjóðvegi 1 lokað kl. 14 undir Eyjafjöllum