Með þyrlu á sjúkrahús eftir bílveltu á Sprengisandi

Einn var fluttur með þyrlu á slysadeild í Reykjavík eftir að jeppi valt á Sprengisandsleið, rétt ofan við Hrauneyjar, síðdegis í dag.

Björgunarsveitarfólk í hálendisvakt björgunarsveitanna var ekki langt undan og var fyrst á vettvang. Fjórir voru í bílnum og voru hinir þrír fluttir með sjúkrabíl á slysadeild.

Lögreglan á Selfossi rannsakar tildrög slyssins en bifreiðin er ónýt eftir veltuna.

Fyrri greinKFR og Stokkseyri töpuðu
Næsta greinHeimilisdýrum fjölgar í Veiðisafninu