Með verkefni í Noregi

Verkfræðistofa Suðurlands hefur sinnt verkefni í Noregi síðan um áramót en að sögn Páls Bjarnasonar, framkvæmdastjóra, er stefnt að því að fjölga slíkum verkefnum á árinu.

Verkefnið í Noregi er nálægt Stavangri og er unnið að hönnun á fráveitu- og gatnaframkvæmdum.

Að sögn Páls er talsverð eftirspurn eftir þeirra vinnu þar og því áhugavert að leita eftir frekari verkefnum í Noregi. Sérstaklega þar sem verkefnastaða er óljós hér heima á Íslandi.

Páll sagði að líklega hefðu erlend verkefni verið á milli 10 og 15% af verkefnum verkfræði­stofunnar á síðasta ári. Stefnt væri að því að auka það hlutfall á þesu ári.