Með alvarleg beinbrot og innvortis áverka

Fólkið sem slasaðist alvarlega í bílveltu á Þrengslavegi á laugardag en ennþá á gjörgæslu en ekki í lífshættu.

Fólkið er með alvarleg beinbrot og innvortis áverka. Þrennt var í bílnum og köstuðust allir út úr henni í veltunni. Tvennt var lagt inn á gjörgæsludeild en sá þriðji hlaut ekki eins alvarleg meiðsli.

Eins og fram hefur komið á sunnlenska.is var mikill erill hjá lögreglumönnum á um helgina vegna umferðaróhappa en átta óhöpp voru tilkynnt. Á skömmum tíma urðu vegir flughálir í sýslunni sem var til þess að ökumenn lentu í vandræðum.

Fyrri greinFjármagn til embættisins langt undir því sem eðlilegt er
Næsta greinInnbrot og skemmdarverk á Selfossvelli