Matthías stal rifflinum úr sumarbústað

Þegar Matthías Máni Erlingsson var handtekinn á Ásólfsstöðum í nótt var hann vopnaður riffli sem hann virðist hafa stolið úr sumarbústað skammt frá Árnesi.

Ummerki eru um að hann hafi dvalið þar a.m.k. um stund en þó ekki allan þann tíma sem hann var laus. Fleira af þeim munum sem hann var með meðferðis er úr þeim bústað en eftir er að finna eigendur annarra muna.

Rannsókn á flótta hans og refsimáls er lýtur að meintum hótunum hans í garð fólks sem honum tengist heldur áfram en ekki er að vænta frekari frétta af því fyrr en eftir áramót.

Lögreglan á Selfossi og Lögregla Höfuðborgarsvæðisins þakkar þeim sem hönd lögðu á plóginn við leitina undanfarna daga.

Fyrri greinFærðu tveimur fjölskyldum góða gjöf
Næsta greinGleðileg jól!