Matthías sást síðast á Selfossi

Matthías Þórarinsson sem lýst var eftir í gær er enn ófundinn. Hann sást síðast á Selfossi fyrir nokkrum dögum síðan.

Síðast spurðist til Matthíasar á Selfossi, þar sem hann býr, rétt fyrir jól. Þá bárust lögreglunni ábendingar um að hann hefði sést í Bónus á Selfossi fyrir nokkrum dögum. Samkvæmt lögreglunni er verið að kanna þær ábendingar frekar og skoða öryggismyndavélar.

Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Matthíasar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.