Matthías enn ófundinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn engar vísbendingar um ferðir Matthíasar Þórarinssonar.

Leitað var að honum á Kjalarnesi sl. laugardag án árangurs. Í síðustu viku fannst bíll sem hann hafði haft til umráða í malarnámum við Esjuna, en bíllinn var þá brunninn.

Talið var að hann hefði verslað í Bónus á Selfossi í desember, en hann sást ekki í upptökum af öryggismyndavélum Bónuss. Þá var talið að til hans hefði sést í Fjarðarkaupum 10. desember, en engar vísbendingar hafa fundist um það.

Vandamenn hans hafa ekkert heyrt til hans síðan í október. Matthías notar hvorki greiðslukort né farsíma og hefur lögregla því ekki getað nýtt sér noktun þeirra til leitar.

Matthías er 180 sentimetrar og ljósskolhærður. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir hans er bent á lögregluna í síma 444-1000.