Matreiðslumeistarar framtíðarinnar heimsóttu sunnlensk garðyrkjubýli

Ljósmynd/Íslenskt.is

Sölufélag garðyrkjumanna fór nú á dögunum með matreiðslunema í heimsókn á garðyrkjubýli í uppsveitum Árnessýslu.

Þar fengu þau að upplifa ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi og létu þau svo sannarlega veðrið ekkert á sig fá þegar út á akrana var komið.

Garðyrkjustöðin Jörfi var heimsótt og sýndi Friðrik ræktunarstjóri þeim paprikuræktun og fór með þau út á akurinn og bauðst þeim að taka upp blómkál, sperkilkál og gulrætur.
Næst var varið til Flúðasveppa og tók Ævar bústjóri á móti þeim og fræddi um svepparæktun að því loku snæddu þau ljúffenga sveppasúpu á Farmers Bistro.

Þá lá leiðin til Friðheima þar sem Knútur Ármann eigandi og meistarakokkurinn Jón K.B. Sigfússon tóku á móti þeim og fræddu um ræktun tómata og hvernig hlutirnir færu fram í eldhúsi Friðheima ásamt öðrum fróðleik.

Förin endaði síðan í garðyrkjustöðinni Ártanga þar sem Edda tók á móti þeim og upplýsti þau allt um ræktun íslenskra kryddjurta.

Fyrri greinÞakklát fyrir frábærar móttökur – Opna nýtt bakarí á Hellu
Næsta greinÞjótandi leggur rafstreng á Kili