Matkráin fékk umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar

Ljósmynd/Hveragerðisbær

Matkráin ehf, sem er í eigu þeirra Jakobs Jakobssonar og Guðmundar Guðjónssonar, hlaut á dögunum Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar árið 2020.

Matkráin hlýtur verðlaunin fyrir vel heppnaða breytingu á húsi og umhverfi þess, þar sem smekkvísi og hugmyndaauðgi hefur gætt aðalgötu bæjarins auknu lífi.

Fyrri greinHollywood leikkona dansar við Daða
Næsta greinSamstarfssamningur um mótun landshlutateymis í málefnum fatlaðra barna