Máté ráðinn þjálfari Hamars

Máté Dalmay hef­ur verið ráðinn þjálf­ari karlaliðs Hamars í körfubolta og tek­ur við af Pétri Ingvarssyni sem lét af störf­um á dög­un­um eft­ir að hafa stýrt Hamarsmönnum í 2. sæti 1. deildarinnar í vetur.

Samn­ing­ur Máté við Hamar er til tveggja ára.

„Hópurinn er flottur og ég býst við að halda kjarnanum sem skilaði liðinu í annað sætið í ár, markmiðið er að sjálfsögðu að komast upp um deild,“ Segir Máté, en síðustu ár hefur hann verið aðalþjálfari Gnúpverja með frábærum árangri. Hann kom Gnúpverjum upp um tvær deildir á síðustu þremur árum.

Máté þekkir vel til í Hveragerði sem fyrrum leikmaður Hamars. Síðast lék Máté með Hamri 2009, en það ár fór liðið einmitt upp í úrvaldsdeild.

Fyrri greinMögnuð endurkoma Selfyssinga: 1-0 í einvíginu
Næsta greinMáni Snær Íþróttamaður Hrunamanna 2017