Matarsmiðjan á Flúðum opnuð

Í gær var Matarsmiðjan á Flúðum opnuð formlega með pompi og prakt. Tilgangur smiðjunnar er m.a. að efla smáframleiðslu matvæla á Suðurlandi með því að bjóða um á aðstöðu, fræðslu og ráðgjöf.

Margir góðir gestir mættu og einstaklingar þeirra hagsmunaaðila sem standa að Matarsmiðjunni tóku til máls. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók síðastur til máls og opnaði Matarsmiðjuna formlega á táknrænan hátt með borðaklippingu ásamt Vilberg Traustasyni stöðvarstjóra frá Matís, Ragnari Magnússyni oddviti Hrunamannahrepps og Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur, aðstoðarmanni ráðherra.

Frá árinu 2010 hefur verið unnið að undirbúningi nýrrar starfsstöðvar Matís á Flúðum, sem þar með er sú áttunda utan höfuðstöðvanna í Reykjavík. Um er að ræða svokallaða matarsmiðju en smiðjur sem þessar hefur Matís byggt upp með góðum árangri á Höfn í Hornafirði og á Egilsstöðum.

Matarsmiðjan er rekin af Matís í samstarfi við sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands og Háskóla Íslands og er staðsett að Iðjuslóð 1.

Tilgangur Matarsmiðjunnar er m.a. að efla smáframleiðslu matvæla á Suðurlandi með því að bjóða um á aðstöðu, fræðslu og ráðgjöf og að efla háskólamenntun og atvinnutækifæri í rannsóknum og vöruþróun matvæla og tengdra greina.

Fyrri greinSamningur um Þuríðargarð undirritaður
Næsta greinVerk Elínar á bók og diski