Matarkistan opnuð á Flúðum

Alda aldanna. sunnlenska.is/Sigurður Sigmundsson

Hin árvissa Uppskeruhátíð verður haldin laugardaginn 1. september í Hrunamannahreppi. Fjölbreytt dagskrá verður í boði á Flúðum og nágrenni.

Matarkistan verður opnuð en boðið verður upp á markað í félagsheimilinu á Flúðum með matvælum úr sveitinni. Ferskt grænmeti og alls kyns góðgæti beint frá býli, bakkelsi, handverk og fleira. Kvenfélagið verður með vöfflukaffi og kleinusölu.

Þá verða opin hús og tilboð víða um sveitina. Söfn og sýningar, afþreyingarfyrirtæki, veitingahús og verslanir bjóða ýmis tilboð í tilefni dagsins.

Samansafnið, Leikur að list, Farmers Bistro, Opna íslenska grænmetismótið í golfi, Litla Melabúðin, happy hour á hótel Flúðum svo eitthvað sé nefnt.

Fyrri greinGerðu sig heimakomin í tjaldi sem þau áttu ekki
Næsta greinSveitarstjórn vill að ríkið bæti tjónið í Norðurhjáleigu