Margrét Ingibjörg 102 ára í dag

Elsti íbúi Suðurlands, Margrét Ingibjörg Halldórsdóttir, heldur upp á 102 ára afmæli sitt í dag.

Margrét er fædd í Vestmannaeyjum og bjó þar til ársins 1973, lengst í Björgvin. Frá árinu 2002 hefur Margrét búið á Dvalarheimili aldraðra á Blesastöðum á Skeiðum.

Þrátt fyrir háan aldur hefur hún fótavist er hláturmild og glaðsinna en sjón og heyrn er farin að daprast. Fjölskylda Margrétar ætlar að eyða afmælisdeginum með henni.

Elsti Sunnlendingurinn er hins vegar Margrét Hannesdóttir frá Núpsstað í Skaftárhreppi, hún verður 107 ára þann 15. júlí nk.