Margrét Harpa oddviti Á-listans í Rangárþingi ytra

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir leiðir Á-listann í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum þann 26. maí næstkomandi.

Margrét Harpa er núverandi sveitarstjórnarfulltrúi Á-listans ásamt þeim Yngva Karli Jónssyni og Sigdísi Oddsdóttur. Á-listinn fékk 43,8% atkvæða í kosningunum 2014 og þrjá fulltrúa kjörna af sjö.

Steindór Tómasson er í 2. sæti listans í ár og Yngvi Harðarson í 3. sæti, en þeir hafa báðir verið varamenn í sveitarstjórn á núverandi kjörtímabili. Yngvi Karl skipar svo fjórða sætið.

Listi Á-listans í Rangárþingi ytra:
1. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
2. Steindór Tómasson
3. Yngvi Harðarson
4. Yngvi Karl Jónsson
5. Jóhanna Hlöðversdóttir
6. Magnús H. Jóhannsson
7. Sigdís Oddsdóttir
8. Guðbjörg Erlingsdóttir
9. Bjartmar Steinn Steinarsson
10. Arndís Fannberg
11. Anna Vilborg Einarsdóttir
12. Borghildur Kristinsdóttir
13. Jónas Fjalar Kristjánsson
14. Margrét Þórðardóttir

Fyrri greinHamar vann titilinn í tuttugasta sinn
Næsta greinLokatónleikar kórs ML