Margrét áfram sveitarstjóri

Samþykkt var að endurráða Margréti Sigurðardóttir sveitarstjóra Flóahrepps á fyrsta fundi nýrrar hreppsnefndar í gær.

Margrét var sveitarstjóri á síðasta kjörtímabili. Aðalsteinn Sveinsson var kjörinn oddviti og Árni Eiríksson verður varaoddviti.

Á fundinum var einnig skipað í nefndir og lagt til að nefndum yrði fækkað í sveitarfélaginu. Þannig yrðu atvinnu- og ferðamálanefnd, umhverfisnefnd og samgöngunefnd sameinaðar í eina fimm manna nefnd, atvinnu- og umhverfisnefnd. Málinu var vísað til seinni umræðu.

Fyrri greinÁsgerður Birna setti heimsmet
Næsta greinIngibjörg verði sveitarstjóri