Margir vilja í nýja stöðu

Ásókn er í nýtt starf skipulags- og byggingafulltrúa í Rangárþingi ytra en 24 umsækjendur sóttu um stöðuna.

Að sögn Gunnsteins Ómarssonar, sveitarstjóra, er ætlunin að viðkomandi staða feli í sér umsjón með skipulags- og byggingamálum í sveitarfélaginu sem og að halda utan um umhverfis, eigna- og tæknisvið. Hann segir að fyrst og fremst sé horft til þess að ná fram bættri þjónustu bæði innan stjórnsýslunnar og út á við.

„Við ætlum með þessu að ná aukinni skilvirkni, það er ekki mikil útgjaldaaukning, fremur hagræðing,“ segir Gunnsteinn.

Viðtöl við umsækjendur hefjast á næstu dögum og gera má ráð fyrir að ráðningarferlið taki allt að þrjár vikur héðan í frá en Gunnsteinn segir að vissulega sé stefnt að ráðningu svo fljótt sem verða má.

Fyrri greinStórleikur í Hveragerði í kvöld
Næsta greinBusarnir skírðir í Laugarvatni