„Margir verið að bíða eftir Würth á Selfossi“

Marinó Magnús Guðmundsson, verslunarstjóri Würth á Selfossi. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Verkfæraverslunin Würth opnaði á dögunum að Eyravegi 38 á Selfossi en þetta er fimmta Würth verslunin á Íslandi.

„Við höfðum verið að leita að rétta húsnæðinu í nokkur ár þegar við fundum þetta húsnæði hér við Eyraveginn. Við opnuðum svo núna í byrjun september og fengum strax góðar viðtökur. Það hafa greinilega margir verið að bíða eftir Würth verslun á Selfossi,“ segir Marinó Magnús Guðmundsson, verslunarstjóri Würth á Selfossi, í samtali við sunnlenska.is.

„Við erum með breiða vörulínu af festingum, efnavöru, vinnufatnaði og fleira. Við höfum þjónustað Suðurland með sölufulltrúum okkar, en núna er loksins hægt að kíkja í verslun Würth. Við bjóðum Sunnlendinga velkomna í heimsókn og það er alltaf kaffi á könnunni og hægt að skoða vöruúrvalið hérna hjá okkur á Eyravegi 38,“ segir Marinó að lokum.

Fyrri greinÍris ráðin bæjarritari í Hveragerði
Næsta greinFerðasaga Frískra Flóamanna í Slóveníu