Margir leggja sig í Landeyjunum

Lögreglumenn frá Hvolsvelli hafa tekið á móti gestum Þjóðhátíðar í Landeyjahöfn í dag og leyfa fólki að blása í áfengismæla áður en ekið er af stað.

Töluvert mörgum hefur verið ráðlagt að leggja sig í aftursætinu og bíða um stund áður en áfengið fer úr blóðinu. Átti það sérstaklega við um farþega í fyrstu ferðum Herjólfs í morgun.

Annars var nóttin tiltölulega róleg hjá lögreglunni á Hvolsvelli í nótt – eins og aðrar nætur um þessa helgi.

Fyrri greinEnn falla metin í Veiðivötnum
Næsta greinÞarf að taka bílprófið aftur