Margir kitluðu pinnann

Í liðinni viku var 51 ökumaður stöðvaður fyrir að aka of hratt í umdæminu lögreglunnar á Hvolsvelli.

Frá 1. júní hafa tæplega 500 ökumenn verið stöðvaðir fyrir að aka of hratt í umdæminu.

Selfosslögreglan kærði þrettán ökumenn fyrir hraðakstur og tvo fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku.