Margir kærðir fyrir hraðakstur

Nokkuð hefur verið um að vera í umdæmi lögreglunar á Hvolsvelli síðastliðna viku. Hafa 83 ökumenn verið stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur sem af er viku og er það nokkuð mikið.

Sá hraðasti ók á 142 km/klst.

Einn ökumaður slasaðist minniháttar þegar bifreið hans valt á Rangárvallarvegi síðastliðinn þriðjudag.

Lögreglan á Hvolsvelli hefur jafnframt verið með eftirlit á hálendinu og var farið í eftirlit upp Sprengisand að Nýjadal og í Veiðivötn í vikunni og verður áfram farið í þessar ferðir þar sem fylgst verður með akstri utan vega og ástandi ökumanna á hálendinu.

Fyrri greinSelfoss upp í 3. sætið
Næsta greinGuðný ráðin aðstoðarleikskólastjóri