Margir bílar fuku útaf í Öræfunum

Ljósmynd/Landsbjörg

Mikið hvassviðri gerði í Öræfum í morgun, upp úr klukkan 10, og fuku allmargir bílar út af veginum, og ferðafólk var almennt í vandræðum. Sérstaklega hvasst var við Fjallsárlón, þar sem varla var stætt.

Björgunarsveitin Kári í Öræfum, og Björgunarfélag Hornafjarðar komu að aðgerðum í morgun, þar sem þjóðveginum var lokað frá Skaftafelli að vestan og Jökulsárlóni að austan, meðan mesta hvassviðrið gekk yfir. Um hádegið var vind tekin að lægja.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu sem teknar voru í Öræfum í morgun. Meðal annars mynd sem sýnir hvernig hluti yfirlags vegar hefur fokið upp og liggur á hvolfi.

Fyrri greinEndurmenntun mikilvægur liður í starfsþróun
Næsta greinFyrsta rafmagnsrútan á Íslandi tekin í notkun