Margir áhugasamir um Sogið

Margir hafa sett sig í samband við fasteignasölu Lögmanna Suðurlands, áhugasamir um að kaupa veiðirétt í Soginu ásamt veiðihúsi sem Grímsnes- og Grafningshreppur og Búgarður ehf. hafa sett á sölu.

Sveitarstjórnin ákvað á dögunum að setja réttindin og húsið á sölu og segir Gunnar Þorgeirsson, oddviti, söluna hluta af fjármögnun skólabyggingar á Borg.

Steindór Guðmundsson, hjá Lögmönnum, segir fjölda einstaklinga hafa haft samband og sýnt eigninni áhuga.

Húsið sem fylgir eigninni er glæsilegt 123 fm hús. Veitt hefur verið á þrjár stangir á umræddu svæði, sveitarfélagið hefur átt rétt á tveimur og Búgarður ehf hefur átt rétt á einni stöng.