Margir á hraðferð í umferðinni

Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi kærði 31 ökumann fyrir að aka of hratt í liðinni viku, fimm þeirra voru innan þéttbýlismarka en hinir á þjóðvegum með 90 km/klst hámarkshraða.

Af þeim mældust sjö ökumenn á 130 km/klst hraða eða meiri, allt upp í 149 km/klst en sú tala skilar mönnum 1 mánuði í sviptingu ökuréttar, 3 punktum í ökuferilsskrá og 210 þúsund króna sekt.

Þrír voru stöðvaðir undir áhrifum áfengis og fimm voru kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur.

Fyrri greinGjaldfrjáls klukkutími í leikskólum Hveragerðisbæjar
Næsta greinUngversk/íslensk samvinna á sumarsýningu Listasafnsins