Margir á hraðferð í síðustu viku

Lögreglan við Lómagnúp. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi kærði 51 ökumann fyrir að aka of hratt í síðustu viku. Átján ökumanna úr þessum hópi voru á ferð í nágrenni Víkur og Kirkjubæjarklausturs, 11 þeirra í og við Hornafjörð og 22 í Rangárvalla- og Árnessýslu.

Þrír ökumenn voru í liðinni viku stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og einn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða lyfja.

Fyrri greinNý Oddabrú sameinar samfélag í Rangárþingi
Næsta grein„Óhætt að segja að þetta hafi verið sætt“