Margir þurftu frá að hverfa

Löng röð var fyrir utan Selfossbíó í kvöld þar sem fyrirhuguð var lokasýning á heimildarmynd Gríms Hákonarsonar, Hreint hjarta. Aukasýningar verða um næstu helgi.

Myndin fjallar um sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi. Ljóst er að áhugi Sunnlendinga fyrir myndinni er mikill því uppselt var á einu sýningu kvöldsins kl. 20 og þurftu margir frá að hverfa.

Þessar góðu viðtökur hafa orðið til þess að bætt verður við aukasýningum um næstu helgi, en myndin verður sýnd kl. 20 og 22 föstudag, laugardag, sunnudag og þriðjudag auk þess sem sýningar eru kl. 18 á laugardag og sunnudag.

Fyrri greinStórsigur gegn Skallagrími
Næsta greinStórviðburðir framundan í Hvítahúsinu