Margar rúður brotnar í sumarbústað

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu í vikunni um skemmdarverk í sumarbústað í landi Hæðarenda í Grímsnesi þar sem margar rúður höfðu verið brotnar.

Allar rúður bústaðarins utan ein voru brotnar. Eigandinn hafði ekki komið í húsið frá 1. nóvember síðastliðnum og þar til 21. janúar síðastliðinn.

Engar vísbendingar eru um hverjir hafi brotið rúðurnar en ef einhver getur veitt upplýsingar eru þær vel þegnar í síma 480 1010.