Margar ábendingar frá vegfarendum

Lögreglan á Suðurlandi kom að 350 verkefnum í síðustu viku og sinnti öflugu eftirliti um allt umdæmið.

Gert var sérstaklega út á hálendið, uppsveitir Árnessýslu og á milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar í Hornafirði.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að reynslan af þessu aukna eftirliti til viðbótar því sem fyrir er hefur gefið góða raun.

Lögreglu bárust margar tilkynningar frá vegfarendum um ýmislegt sem þeim þótti aðfinnsluvert í umferðinni og var brugðist við þeim ábendingum eins og hægt var.

Í sumum tilvikum kom í ljós að á ferðinni voru ölvaðir ökumenn eða ökumenn undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglumenn eru ánægðir og mjög þakklátir þeim borgurum sem með þessum hætti hjálpa til við að allt megi ganga eins vel í umferðinni og mögulegt er.

Fyrri greinÖkumaður fólksbíls alvarlega slasaður
Næsta greinÁrborg safnar fyrir skammtímavistunina