Mannvit bauð lægst í byggingarstjórn

Mannvit. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Mannvit átti lægsta tilboðið í byggingarstjórn og framkvæmdaeftirlit við byggingu Stekkjaskóla, nýs grunnskóla sem mun rísa í Björkurstykki á Selfossi á næsta ári.

Tilboð Mannvits hljóðaði upp á 36,9 milljónir króna. VGS átti næst lægsta tilboðið, 37,8 milljónir króna, Varða verkþjónusta bauð 43,4 milljónir, VSÓ ráðgjöf 46,4 milljónir og Verkís 47,3 milljónir króna.

Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 45,8 milljónir króna.