Mannlaus bátur fannst á Álftavatni

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Um klukkan tíu í kvöld voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út eftir að mannlaus bátur fannst á Álftavatni, rétt ofan við Sogsbrú.

Óttast er að þar hafi bátsverjar fallið frá borði og munu björgunarsveitir leita á svæðinu auk þess sem reynt verður að hafa uppi á eiganda bátsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Því er bætt við að nokkuð hafi verið um útköll hjá björgunarsveitum í kvöld. Dagrenning á Hvolsvelli var meðal annars kölluð út snemma í kvöld til að sækja veikan einstakling í Botnaskála á Emstrum og var hann fluttur þaðan í sjúkrabíl.

Fyrri greinMarkalaust á Króknum
Næsta greinSpjaldaveisla og glæsimörk í nágrannaslag