Manni bjargað úr fjörunni við Þorlákshöfn

Björgunarsveitir á vettvangi í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út um hádegi í dag vegna tilkynningar um að fólk væri í sjónum rétt utan við Þorlákshöfn.

Fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang upp úr klukkan 12 og þá var ljóst að einn slasaður einstaklingur var í fjörunni neðan við háa kletta og mikil ísing á vettvangi. Björgunarsveitarfólk þurfti að síga niður til einstaklingins og hlúa að honum. Hann var svo hífður upp um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um klukkan eitt.

Í fyrstu var talið að annar aðili væri í sjónum og voru bjögunarbátar settir á flot og hófu strax leit, einnig voru kallaðir út fleiri björgunarbátar frá suðurnesjum ásamt leitarhópum frá höfuðborgarsvæðinu.

Nú hefur verið staðfest að engin hafi verið í sjónum og eru viðbragðsaðilar að ganga frá búnaði og halda heim á leið.

Fyrri greinSkora á sveitarstjóra og ráðherra að finna lausn á máli Tryggva
Næsta greinTomsick negldi niður tveimur þristum fyrir sigrinum