Manni bjargað úr Ölfusá

Lögreglan á Selfossi kom karlmanni til bjargar um klukkan níu í kvöld eftir að hann hafði fallið í Ölfusá rétt ofan við Selfosskirkju.

Lögreglan var að svipast um eftir manninum þegar sjúkraflutningamaður kom auga á manninn þar sem hann hélt sér á klettanös.

Björgunarhring var kastað til mannsins og var hann dreginn að landi. Hann var kaldur og þrekaður og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Fyrri greinAnnað jafntefli Árborgar í röð
Næsta greinRífa upp sveitaballatónlistina