Mannbjörg fær afslátt í ræktina

Bæjarráð Ölfuss samþykkti á fundi sínum í morgun að veita liðsmönnum Björgunarsveitarinnar Mannbjargar í Þorlákshöfn 40% afslátt af aðgangi að líkamsræktarstöð sveitarfélagsins.

Björgunarsveitin sendi bæjarráði erindi þar sem óskað var eftir gjaldfrjálsum aðgangi í ræktina.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að björgunarsveitin fái 40% afslátt, líkt og iðkendur íþróttafélaganna í sveitarfélaginu.

Fyrri greinML úr leik í Gettu betur
Næsta grein24Update á íslensku