Man­sals­málið í Vík fellt niður

Mál gegn manni sem grun­ar var um man­sal í Vík í Mýr­dal hef­ur verið fellt niður hvað varðar man­salsákær­una og hef­ur nú verið sent lög­reglu til meðferðar varðandi ætlað brot á at­vinnu­rétt­ind­um út­lend­inga.

Þetta staðfest­ir Arnþrúður Þór­ar­ins­dótt­ir, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara í frétt í Morgunblaðinu.

Ákvörðunin um niður­fell­ingu man­salsákær­unn­ar er kær­an­leg til rík­is­sak­sókn­ara, að sögn Arnþrúðar sem kveðst þó ekki vita til að það hafi verið gert.

Það var í fe­brú­ar á þessu ári sem lög­regl­an á Suður­landi hand­tók er­lend­an karl­mann í Vík í Mýr­dal vegna gruns um vinnum­an­sal. Var maður­inn, sem var und­ir­verktaki hjá Vík­ur­prjón, grunaður um að hafa haldið tveim­ur kon­um með er­lent rík­is­fang í vinnuþrælk­un.

Embætti héraðssak­sókn­ara fékk málið til meðferðar í lok apríl frá lög­regl­unni á Suður­landi, en sendi málið aft­ur til ít­ar­legr­ar fram­halds­rann­sókn­ar lög­reglu. Lög­regla greindi svo frá því í lok sept­em­ber að málið yrði sent aft­ur til embætti héraðssak­sókn­ara á næstu vik­um og hef­ur héraðssak­sókn­ari nú fellt það niður.

Frétt mbl.is

Fyrri greinVegan-pekan hafrakökur
Næsta greinKona kemur við sögu