Málþing um áhrif COVID-19 á geðheilsu

Ljósmynd/Aðsend

Félagið Leiðin út á þjóðveg heldur málþing næstkomandi laugardag, þann 13. nóvember, í Skyrgerðinni í Hveragerði undir yfirskriftinni Áhrif Covid á geðheilsu.

Málþingið hefst klukkan tíu á laugardagsmorgun og lýkur með pallborðsumræðum kl. 14:15. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, mun setja málþingið formlega en þau sem flytja erindi á málþinginu eru Ísól Björk Karlsdóttir frá Kvennaathvarfinu, Benedikt Þór Guðmundsson frá Píeta samtökunum, Sævar Þór Helgason, skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði, Elín Ebba Ásmundsdóttir frá Geðhjálp hlutverkasetri, Margrét Grímsdóttir frá NLFÍ og Sigríður Hauksdóttir félagsfræðingur.

Leiðin út á þjóðveg er félag sem var stofnað haustið 2016 af áhugafólki um bætt geðheilbrigði í Hveragerði. Tilgangur félagsins er að opna umræðu um kvíða, þunglyndi og aðra geðsjúkdóma.

Dagskrá
Kl. 10:00 Leiðin út á þjóðveg Páll Þór Engilbjartsson
Kl. 10:10 Bæjarstjóri Aldís Hafsteinsdóttir setur Málþingið formlega
Kl. 10:25 Kvennaathvarf Ísól Björk Karlsdóttir
Kl. 10:45 Píeta samtökin Benedikt Þór Guðmundsson
Kl. 11:05 Grunnskólinn í Hveragerði Sævar Þór Helgason
Kl. 11:30 Matur
Kl. 13:00 Geðhjálp Hlutverkasetur Elín Ebba Ásmundsdóttir
Kl. 13:45 NLFÍ Margrét Grímsdóttir
Kl. 14:00 Félagsfræðingur Sigríður Hauksdóttir
Kl. 14:15 Pallborðsumræður – Fyrirspurnir úr sal

Fyrri grein„Stolt af því að starfa með börnum og ungmennum“
Næsta greinLeitað að manneskju í sjónum við Reynisfjöru