Malla og sveppir haldlagðir

Lögreglumenn á Selfossi fóru í vikunni í húsleit þar í bæ vegna gruns um fíkniefnamisnotkun.

Smávegis fannst af fíkniefni í húsinu, möllu, sem er blanda af tóbaki og hassi. Efnið var haldlagt og eigandi þess játaði vörslu þess og að hafa ætlað að neyta þess sjálfur.

Þá var í vikunni tilkynnt um tvo unga karlmenn að tína sveppi við íþróttavöllinn á Selfossi. Á öðrum manninum fannst plastpoki með litlum sveppum. Sveppirnir voru haldlagðir og verða sendir í rannsókn. Þegar niðurstaða úr þeirri rannsókn liggur fyrir verður tekin afstaða til framhalds málsins.

Fyrri greinFótbrotnaði í árekstri við reiðhjól
Næsta greinLítið eldgos í Kötlu í sumar