Malbiksviðgerðir á Selfossi

Unnið verður að malbiksviðgerðum á Eyravegi á Selfossi í dag og verða smávægilegar umferðartafir þar fram að hádegi.

Eftir hádegi verður svo lokað um Austurveg til austurs frá Langholti að hringtorgi við Gaulverjabæjarveg af sömu ástæðu og í framhaldi af því verða framkvæmdir á Tryggvatorgi við Ölfusárbrú og má búast við einhverjum umferðartöfum þar.

Vinna mun standa yfir frá klukkan 9:00-22:00.

Fyrri greinÞór og FSu í undanúrslit
Næsta greinÚrslitakeppnin færð á Selfoss