Malbikað í Flóanum á miðvikudaginn

Mynd úr safni. Ljósmynd/Hlaðbær Colas

Miðvikudaginn 21. maí, milli kl. 9:00 og 19:00, er stefnt á að malbika um 1.300 m kafla þjóðvegar 1 í Flóahreppi, austan við Gaulverjabæjarveg.

Önnur akreinin verður lokuð í einu, umferð til vesturs ekur meðfram vinnusvæðinu en umferð til austurs verður beint um Gaulverjabæjarveg, Önundarholtsveg og Villingaholtsveg.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið.

Fyrri greinEinstök stemning á sinfóníutónleikunum í Vík
Næsta grein„Það hafa oft verið óvæntir sigurvegarar“