Malbikað á Heiðinni á morgun

Mynd úr safni. Ljósmynd/Hlaðbær Colas

Á morgun, föstudag, verður unnið að malbikunarframkvæmdum á Hellisheiði og verður vegurinn því lokaður að hluta til.

Lokað verður til austurs fram eftir morgni og í kjölfarið verður lokað til vesturs. Áætlað er að vinnu ljúki fyrir kl. 16:00.

Hjáleið er um Þregslaveg og eru vegfarendur beðnir um að virða merkingar og aka með gát.

Fyrri greinKiwanis styrkir Litla íþróttaskólann og frjálsíþróttadeildina
Næsta greinStjarnan skein á Selfossi