Malbikað á Selfossi

Í dag verða umferðartafir á Austurvegi á Selfossi vegna malbikunarvinnu. Malbikað verður frá Rauðholti austur að nýja hringtorginu við Gaulverjabæjarveg.

Einnig verður beygjurampur á Suðurlandsvegi við Biskupstungnabraut malbikaður.

Umferð verður leyfð til vesturs meðfram útlögn á Austurveginum á meðan á framkvæmdum stendur en umferð til austurs þarf að aka hjáleiðir, sem eru merktar, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Fyrri greinÁrborg tapaði í Eyjum
Næsta greinÞjóðhátíðarupphitun í Hvíta húsinu